11/05/2018

10. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Agnes Rut Árnadóttir

Ég er fædd og uppalin í Keflavík. Ég hef búið í Reykjavík síðan ég var 16 ára og flutti í Klapparhlíðina með kærasta mínum Ómari sem er alinn hér upp að hluta og sex ára syni okkar Árna Val í október sl.

Ég hef unnið í hótel og veitingageiranum sl. 14 ár og starfa nú sem sölustjóri hjá Icelandair Hotels. Ég hef því brennandi áhuga á ferðageiranum og að ferðast með fjölskyldu og vinum.

Það er mér mikilvægt að okkur fjölskyldunni líði vel í því umhverfi sem við búum í og tók það okkur ekki langan tíma að aðlagast og þykja vænt um bæinn.