11/05/2018

14. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Sonja Ósk Gunnarsdóttir

Ég er 35 ára menntuð förðunarfræðingur og hef búið í Mosfellsbæ frá 12 ára aldri ef frá eru skilin nokkur ár.

Sambýlismaður minn er Elí Hólm Snæbjörnsson, vörubílstjóri og vélamaður. Saman eigum við soninn Leon Smára, 5 ára og eitt er væntanlegt í ágúst.

Ég hef unnið með Kírópraktorum sl. 13 ár og starfa nú á Kírópraktorstöð Reykjavíkur. Ég hef því mikin áhuga á öllu því sem snýr að almennri heilsu, samveru með fjölskyldu og vinum, yoga og ferðalögum um landið okkar.

Okkur fjölskyldunni líður virkilega vel í Mosfellsbæ og erum stollt af bænum okkar. En alltaf má gera betur og með þekkingu og reynslu fólks úr ólíkum áttum getum við gert enn betur fyrir samfélagið okkar.