11/05/2018

15. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Úlfhildur Geirsdóttir

Ég heiti Úlfhildur Geirsdóttir og er fædd og uppalin að Byggðarhorni í Flóa og er 76 ára heldri borgari.

Ég stundaði grunnskólanám á Selfossi og fór síðan í Hússtjórnaskóla Suðurlands á Laugarvatni.
1958 flutti ég í Mosfellsbæ og hef búið þar síðan. Ég er gift Sigvalda Haraldsyni og við eigum 3 börn og 9 barnabörn.

Starf mitt utan heimilis var lengst af hjá Álafoss hf. við hin ýmsu störf, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda FÍB í 8 ár og síðan sem stuðningsfulltrúi við Varmárskóla og Lágafellsskóla.

Mín aðaláhugamál eru hestamenska og tónlist, ég hef sungið með Kirkjukór Lágafellssóknar og í hinum ýmsu kórum um 55 ára skeið. Síðustu 6 árin hef ég staðið fyrir viðburðinum “Gaman saman” að Eirhömrum þar sem börn af leikskólum bæjarins koma í heimsókn og syngja fyrir gesti, en jafnframt koma nemendur Listaskólans, Lúðrasveitin og Skólakór Varmárskóla.

Ég sinni formennsku Vorboða sem er kór eldri borgara í Mosfellsbæ, og einnig er ég varaformaður FaMos sem er Félag aldraðra í Mosfellsbæ.