11/05/2018

18. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Valdimar Leó Friðriksson

Ég er fæddur á Akureyri 1960, fluttist ungur til Akraness og síðan í Mosfellsbæ.
Er með Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi og próf í fiskeldisfræði frá Barony College Skotlandi. Stundaði nám í stjórnmálafræði við HÍ og Rekstur- og viðskiptafræði við EHÍ.

Starfaði hjá Veiðimálastofnun 1986. Stöðvarstjóri fiskeldisfyrirtækisins Lindalax 1987–1989. Stuðningsfulltrúi á Barna- og unglingageðdeild 1991–1992. Framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyfirðinga 1993–1994. Framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar 1994–2005. Stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir einhverfa. Þingmaður 2004 – 2007, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna frá 2007. Formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands 1980–1981. Formaður Handknattleiksfélags Akraness 1982–1983. Ritari JC Hafnarfirði 1988. Formaður Landssambands fiskeldisfræðinga 1988–1991. Í stjórn UMSK, Ungmennasambands Kjalarnesþings frá 1997, formaður frá 2000. Í stjórn SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu frá 2002-2006. Í tækninefnd og íþróttanefnd Mosfellsbæjar.

Ég hef ávallt haft mikinn áhuga fyrir málefnum Mosfellsbæjar og vil taka þátt í að færa valdið aftur til íbúanna.