11/05/2018

3. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Michele Rebora

 

Ég er fæddur og uppalinn í litlu þorpi rétt hjá Genúa, á Norður Ítalíu. Ég elti ynidsmær til Íslands rétt rúmlega tvítugur og hef búið hér á landi síðan, í Mosfellsbæ frá 2008. Saman eigum við fjögur börn á aldrinum 2ja til 14 ára.

Ég er stjórnmálafræðingur og á óklaraða lokaritgerð til meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Síðastliðin 12 ár hef ég unnið sem ráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana, aðallega í gæðastjórnun og tengdum málum. Er virkur í félagsskapi Ítala á Íslandi og er fulltrúi þeirra í ráði á vegum ítalska ríkisins í Ósló. Hef verið í stjórn foreldrafélags leikskóla Reykjakots í u.þ.b. 10 ár.

Ég er sannfærður um það að með því að ræða opinskátt og vinna saman af heilindum sé hægt að ná fram betri hugmyndum og niðurstöðum.