11/05/2018

5. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Olga Stefánsdóttir

Olga Jóhanna Stefánsdóttir heiti ég, er 51. árs og gift Jóni Þór Eyþórssyni viðskiptalögfræðing. Eigum við saman fjögur börn og þrjú yndisleg barnabörn.

Ég er menntaður skartgripahönnuður frá Danmörku og starfaði þar sem gullsmiður þar til við fluttum aftur heim til Íslands. Rak ég þá eigin verslun með húsgögn og gjafavöru til margra ára.  Nú starfa ég sem skrifstofustjóri í fyrirtæki okkar hjóna Reikningshald og skattskil ehf. Ég hef mikinn áhuga á menningu og menntun og skellti mér aftur í nám á besta aldri, útskrifaðist í fyrra með MA í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.  Menningar og menntamál skipta samfélag okkar miklu máli og vil ég gjarnan geta lagt mitt af mörkum í þeim efnum.

Við fluttum í Helgarfellið fyrir tæpum 5 árum og líkar vel að búa hér í svo stuttu færi frá skemmtilegum gönguleiðum og góðum sundlaugum sem mikið eru sóttar.  Samvera með fjölskyldunni, ferðalög og framandi menningarheimar, menning og listir eru mín aðal áhugamál.  Í öllu sem ég tek mér fyrir hendur hef ég heiðarleika, traust, bjartsýni og gleði að leiðarljósi