Ég heiti Sigurður Eggert Halldóruson en hef alltaf verið kallaður Diddi. Ég er 36 ára, uppalinn Mosfellingur og starfa við endurskoðun og verkefnastýri greiningu hjá embætti tollstjóra. Ég er í sambúð með Völvu Valdimarsdóttur og eigum við þrjá drengi; þá Hilmar Loga (6 mán), Patrek (11) og Benedikt (16).
Árið 2010 lauk ég BBA gráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnun frá HvA HES NL og 2016 útskrifaðist ég með MA gráðu í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði frá Háskólanum á Bifröst.
Á árunum 2013-2017 starfaði ég á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, fyrst við að koma öllum teikningum sveitarfélagsins á rafrænt form og svo við launavinnslu. Á þessum árum aðstoðaði ég starfsmenn og stjórnsýslu bæjarins við margvísleg verkefni enda úrræða- og bóngóður. Ég þekki fólkið og er sannfærður um gott samstarf.