11/05/2018

6. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Sigurður Eggert Halldóruson

 

Ég heiti Sigurður Eggert Halldóruson en hef alltaf verið kallaður Diddi. Ég er 36 ára, uppalinn Mosfellingur og starfa við endurskoðun og verkefnastýri greiningu hjá embætti tollstjóra. Ég er í sambúð með Völvu Valdimarsdóttur og eigum við þrjá drengi; þá Hilmar Loga (6 mán), Patrek (11) og Benedikt (16).

Árið 2010 lauk ég BBA gráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnun frá HvA HES NL og 2016 útskrifaðist ég með MA gráðu í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Á árunum 2013-2017 starfaði ég á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, fyrst við að koma öllum teikningum sveitarfélagsins á rafrænt form og svo við launavinnslu. Á þessum árum aðstoðaði ég starfsmenn og stjórnsýslu bæjarins við margvísleg verkefni enda úrræða- og bóngóður. Ég þekki fólkið og er sannfærður um gott samstarf.