11/05/2018

7. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Lilja Kjartansdóttir

Ég heiti Lilja Kjartansdóttir, 29 ára uppalinn Mosfellingur.

Ég er með meistaragráðu í verkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur og starfa sem sérfræðingur í Markaðs- og lausafjáráhættu hjá Íslandsbanka. Ég er tiltölulega nýflutt heim úr námi og starfi og bý með kærastanum mínum, Gunnari Smára Jónbjörnssyni, í Helgafellshverfinu – það kom auðvitað ekki annað til greina en að búa í Mosó.

Ég hef spilað á fiðlu frá sex ára aldri, stunda líkamsrækt af kappi, elska að fara í báðar sundlaugar bæjarins, þykir gaman að ferðast innanlands sem erlendis og eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Allir sem mig þekkja vita að mér þykir ótrúlega vænt um Mosfellsbæ og að taka þátt í uppbyggingu hans væru forréttindi, að sjálfsögðu með hag bæjarins okkar og bæjarbúa fyrir brjósti.