11/05/2018

8. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Gestur Valur Svansson

Ég heiti Gestur V. Svansson, er 43 ára og er menntaður sem kvikmyndagerðamaður frá Kvikmyndaskóla íslands. Ég er í sambúð með Birnu Pálsdóttur hárgreiðslukonu og eigum við saman tvö börn; Andra Blæ, 14 ára, og Jóhönnu Guðrúnu sem er 11 ára. Fyrir átti ég Aron Inga, 21 árs, búsettan í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Ég starfa í dag sem dreifingastjóri hjá Whatson Reykjavík. Áhugamál mín eru fjölbreytt en mest hef ég haft áhuga á íþróttum, að ferðast og horfa á góðar kvikmyndir. Ég hef gegnt ýmsum störfum fyrir Knattspyrnufélagið Val bæði sem starfsmaður en einnig sem sjálfboðaliði. Ég hef búið í Mosfellsbæ síðan 1978 og mín persónulegu gildi eru að láta daginn í dag verða betri en daginn í gær.