11/05/2018

9. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar: Óskar Einarsson

Ég er 50 ára Akureyringur en hef búið í Mosfellsbæ síðan 2003.

Eiginkona mín til næstum 30 ára er Bente Bensdóttir sjúkraliði og starfar á heilsugæslunni í Mosfellsbæ. Við eigum 3 börn, Björn Inga 25, Bryndísi Rut 23 og Óskar Andreas 17 ára,  Barnabörnin eru orðin 3 og eitt þeirra alveg splunkunýtt.

Ég starfa sem tónlistarmaður og er núna tónlistarstjóri í 2 kirkjum, Lindakirkju Kópavogi og Fíladelfíu Reykjavík. Ásamt því tek ég að mér ýmiskona verkefni tengt tónlist m.a. , útfarir, brúðkaup, útsetningar, upptökur á lögum, kennsla og syngja bakraddir.

Ég byrjaði ungur í tónlistarnámi (6 ára) og var nánast samfleytt í námi í 20 ár. Ég lauk MA á tónlistarbraut og nokkrum árum þar á eftir fluttum við suður og við tók nám í FÍH og Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem ég lauk Blásarakennarprófi. Þá tók við meistaranám við Háskólann í Miami þar sem ég útskrifaðist 1999.

Ég hef líka stundað íþróttir alla ævi og æft, Handbolta, fótbolta og Badminton en á seinni árum hef ég stundað Crossfit af kappi. Því er það eðlilegt að ég hef mikinn áhuga á íþróttum og að allir hafa sömu tækifæri til að iðka þær. Það sama á við um tónlistarkennslu og menningarmál yfir höfuð.

Okkur líður mjög vel í Mosfellsbæ og finnst frábært að búa hérna. Margt er þó hægt að bæta og vonandi er hægt að gera bæinn enn notarlegri og búa til meiri miðbæjarstemmingu sem vantar hérna.