09/05/2018

Atvinna – Nýsköpun – Ferðamál

Hlúa þarf að atvinnu-, nýsköpunar- og ferðamálum í Mosfellsbæ með skipulögðum hætti.

Atvinna og nýsköpun

  • Við viljum styðja og hvetja til nýsköpunar í atvinnurekstri.
  • Við viljum styrkja Heilsueflandi Mosfellsbæ.
  • Við ætlum að halda áfram þróun Ævintýragarðsins sem var gjöf bæjarstjórnar til bæjarbúa á 20 ára afmæli Mosfellsbæjar 2007.
  • Við viljum eiga samtal og samstarf við atvinnufyrirtæki í bænum í þeim tilgangi að hlusta eftir hvað gera má betur.
  • Við viljum leiða saman frumkvöðla í Mosfellsbæ og Nýsköpunarmiðstöð til að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs í bænum.
  • Við leggjum áherslu á að uppbygging nýrra atvinnutækifæra verði gerð í góðri samvinnu við bæjarbúa og með virðingu fyrir því umhverfi sem okkur hefur verið treyst fyrir.

Uppbygging ferðaþjónustu

  • Við viljum efla Mosfellsbæ sem áfangastað ferðamanna.
  • Við viljum leggja áherslu á að byggja upp öflugan samstarfsvettvang með rekstraraðilum í ferðaþjónustunni með það að markmiði að fá fleiri gesti til að staldra við og njóta þess sem Mosfellsbær hefur upp á að bjóða.
  • Við viljum fara í stefnumótun í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í því augnamiði að byggja upp öfluga menningartengda ferðaþjónustu í bænum.