Tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg

Eins og eflaust margir vegfarendur hafa tekið eftir hefur nýlega verið lokið við tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg, annars vegar frá Þverholti og hins vegar frá Reykjavegi.Vinir Mosfellsbæjar lögðu fram tillögu í skpulagsnefnd á sínum tíma að aðreinar inn á Vesturlandsveg yrðu tvöfaldaðar samhliða breikkun vegarins frá Skarhólabraut að Langatanga. Tillagan var samþykkt og er Read more about Tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg[…]

Seljadalsnáma eða ekki?

Hvar er Seljadalsnáma? Hún er í Þormóðsdal skammt fyrir ofan Hafravatn.Náman var starfrækt frá 1985 til 2016 samkvæmt samningi Mosfellsbæjarsem landeiganda og Reykjavíkurborgar f.h. Malbikunarstöðvar borgarinnar. Malbikunarstöðin vann steinefni úr námunni til að nota í malbik. Til að opna námuna aftur þarf að fara fram mat á umhverfisáhrifum. Þetta hefur helst gerst eftir 2016: Júní Read more about Seljadalsnáma eða ekki?[…]

Enn ein breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkti meirihlutinefndarinnar breytingu á deiliskipulagi lóðar við Uglugötu. Breytingin felur í sér að í stað þess að ekið sé að húsunum við Uglugötu 14-20 frá Uglugötu sjálfri, á nú að aka að húsunum í gegnum botnlanga frá Vefarastræti framhjá bílastæðum og aðkomu að bílakjallara þess húss. En af hverju? Jú Read more about Enn ein breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi[…]

Í sumarbyrjun

COVID-19, í senn áskoranir og tækifæriÖll þekkjum við glímuna við veiruna skæðu sem undanfarna rúma tvo mánuði hefur ekki aðeins breytt daglegu lífi okkar Mosfellinga heldur allra íslendinga og íbúa heimsins. Ýmsar áskoranir hafa mætt starfsfólki í hinum ýmsu þjónustustörfum hjá Mosfellsbæ, skipuleggja hefur þurft breytt vinnubrögð, setja upp viðbragðsáætlanir, sóttvarnir og svo framvegis. Þessar Read more about Í sumarbyrjun[…]

„Það bera sig allir vel“

Þennan texta hafa landsmenn sungið með Helga Björnssyni tónlistamanni sem hefur haldið heimatónleika í Hlégarði á hverju laugardagskvöldi meðan hinn alræmdi Covid 19 sjúkdómur hefur gengið yfir heimsbyggðina. Segja má að með þessum orðum hafi Helgi hitt naglann á höfuðið, við höfum almennt borið okkur vel. Ekki hefur þessi veira þó látið okkur Íslendinga ósnerta Read more about „Það bera sig allir vel“[…]

Vorið kemur, heimur hlýnar

Þvílík forréttindi er að búa í nánd við náttúru í bæjarfélagi sem umkringt er fallegum gönguleiðum, hvort sem er við sjávarsíðu, í skóglendi eða upp á fjalli. Fuglasöngur og hófadynur fylla loftið í kvöldkyrrðinni. Ríkidæmi sem ekki er sjálfgefið og ber að varðveita. Passa þarf upp á að stækkandi bær glati ekki sérstöðu sinni sem Read more about Vorið kemur, heimur hlýnar[…]

Felldu tillögur um nýjan veg og lækkun fasteignaskatts á fyrirtæki

Undirritaður bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar flutti tvær tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 sem var til afgreiðslu í bæjarstjórn í síðustu viku. Fyrri tillagan laut að því að inn kæmi nýr liður í fjárfestingaráætlun undir liðnum gatnagerð, sem bæri nafnið „Skammadalsvegur frá Helgafelli að Bjargsvegi” og til fjárfestingarinnar yrði varið 10 milljónum á árinu 2020. Tilgangur Read more about Felldu tillögur um nýjan veg og lækkun fasteignaskatts á fyrirtæki[…]

Helgafell – deiliskipulag 4. áfanga

Þann 31. október sl. lauk fresti til að skila inn athugasemdum vegna auglýsingar um deiliskipulagsbreytingu fyrir 4. áfanga í Helgafellshverfi. Skemmst er frá því að segja að formlega bárust fimmtán athugasemdir, þar af athugasemd frá húsfélagi með um þrjátíu íbúðum. (Skipulagsnefnd nr. 501) Segja má að helst hafi athugasemdir lotið að tveimur meginþáttum, í fyrsta Read more about Helgafell – deiliskipulag 4. áfanga[…]

Breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi – Stórir bílar?

Framboð Vina Mosfellsbæjar lagði á það áherslu í stefnu sinni fyrir kosningarnar 2018 að stemma ætti stigu við sífelldum deiliskipulagsbreytingum og að rök fyrir þeim breytingum sem fallist væri á ættu að vera í almannaþágu og til bóta fyrir heildina jafnt og umsækjendur breytinganna. Á 487. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 31.05.2019 var fyrsta mál á Read more about Breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi – Stórir bílar?[…]