„Það bera sig allir vel“

Þennan texta hafa landsmenn sungið með Helga Björnssyni tónlistamanni sem hefur haldið heimatónleika í Hlégarði á hverju laugardagskvöldi meðan hinn alræmdi Covid 19 sjúkdómur hefur gengið yfir heimsbyggðina. Segja má að með þessum orðum hafi Helgi hitt naglann á höfuðið, við höfum almennt borið okkur vel. Ekki hefur þessi veira þó látið okkur Íslendinga ósnerta Read more about „Það bera sig allir vel“[…]

Vorið kemur, heimur hlýnar

Þvílík forréttindi er að búa í nánd við náttúru í bæjarfélagi sem umkringt er fallegum gönguleiðum, hvort sem er við sjávarsíðu, í skóglendi eða upp á fjalli. Fuglasöngur og hófadynur fylla loftið í kvöldkyrrðinni. Ríkidæmi sem ekki er sjálfgefið og ber að varðveita. Passa þarf upp á að stækkandi bær glati ekki sérstöðu sinni sem Read more about Vorið kemur, heimur hlýnar[…]

Felldu tillögur um nýjan veg og lækkun fasteignaskatts á fyrirtæki

Undirritaður bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar flutti tvær tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 sem var til afgreiðslu í bæjarstjórn í síðustu viku. Fyrri tillagan laut að því að inn kæmi nýr liður í fjárfestingaráætlun undir liðnum gatnagerð, sem bæri nafnið „Skammadalsvegur frá Helgafelli að Bjargsvegi” og til fjárfestingarinnar yrði varið 10 milljónum á árinu 2020. Tilgangur Read more about Felldu tillögur um nýjan veg og lækkun fasteignaskatts á fyrirtæki[…]

Helgafell – deiliskipulag 4. áfanga

Þann 31. október sl. lauk fresti til að skila inn athugasemdum vegna auglýsingar um deiliskipulagsbreytingu fyrir 4. áfanga í Helgafellshverfi. Skemmst er frá því að segja að formlega bárust fimmtán athugasemdir, þar af athugasemd frá húsfélagi með um þrjátíu íbúðum. (Skipulagsnefnd nr. 501) Segja má að helst hafi athugasemdir lotið að tveimur meginþáttum, í fyrsta Read more about Helgafell – deiliskipulag 4. áfanga[…]

Breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi – Stórir bílar?

Framboð Vina Mosfellsbæjar lagði á það áherslu í stefnu sinni fyrir kosningarnar 2018 að stemma ætti stigu við sífelldum deiliskipulagsbreytingum og að rök fyrir þeim breytingum sem fallist væri á ættu að vera í almannaþágu og til bóta fyrir heildina jafnt og umsækjendur breytinganna. Á 487. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 31.05.2019 var fyrsta mál á Read more about Breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi – Stórir bílar?[…]

Uppbygging í Helgafellshverfi – fjölgun íbúða og stóraukin umferð

Gríðarmikil uppbygging hefur átt sér stað í Helgafellshverfi undanfarin ár. Hver byggingin á fætur annarri hefur risið í hverfinu og er breytingin mikil frá hruni þegar eitt fjölbýlishús stóð efst í landinu auk nokkurra stakra húsa. Auk mikilla framkvæmda við uppbyggingu íbúðahúsnæðis í hverfinu er bygging Helgafellsskóla í fullum gangi og ráðgert er að hann Read more about Uppbygging í Helgafellshverfi – fjölgun íbúða og stóraukin umferð[…]

Hraður heimur – Mikilvægi skólaráðs og foreldrafélags

Skólum í Mosfellsbæ fer ört fjölgandi samhliða íbúafjölgun. Fyrir þessari fjölgun hlýtur að vera ástæða en bæjarfélagið laðar til sín fjölda fólks árlega sem að stórum hluta er barnafólk, en almennt er vel haldið utan um skóla bæjarins – það hefur fræðslunefnd verið kynnt á undanförnum vetri þar sem undirrituð er nýr áheyrnarfulltrúi. Við lifum Read more about Hraður heimur – Mikilvægi skólaráðs og foreldrafélags[…]

Störf í nefndum

Vinir Mosfellsbæjar (L listi) eiga fulltrúa í nefndum og ráðum sem hér segir: Í bæjarstjórn er Stefán Ómar Jónsson aðalmaður, en 1. varamaður er Margrét Guðjónsdóttir og 2. varamaður er Michele Rebora. Stefán Ómar Jónsson gegnir einnig hlutverki 1. varaforseta bæjarstjórnar. Í bæjarráði eiga Vinir Mosfellsbæjar engan fulltrúa 2018-2019. Í fjölskyldunefnd gegnir Margrét Guðjónsdóttir hlutverki Read more about Störf í nefndum[…]

Fréttatilkynning

Vinir Mosfellsbæjar – Óháð framboð HEIÐARLEIKI – ÞEKKING – LÝÐRÆÐI Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram í bæjarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ þann 26. maí n.k. Vinir Mosfellsbæjar er óháð framboð sem á sér ekki rætur í hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Framboðið sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum, með fjölbreytta þekkingu og bakgrunn, sem eiga það sameiginlegt að Read more about Fréttatilkynning[…]