09/05/2018

Eldri borgarar

Lífaldur lengist sífellt og eldri borgurum fer fjölgandi. Nú eru 67 ára og eldri í kringum 11% af íbúum bæjarins. Starfsgeta og starfsvilji þessa hóps er mikill og þarf að fá að njóta sín.

Virkjum reynslu og þekkingu eldri borgara

  • Við viljum koma á föstum samskiptum við félag aldraðra í Mosfellsbæ, FaMos, og styrkja félagið með árlegum fjárframlögum.
  • Við viljum vinna að mótun stefnu í málefnum eldri borgara í náinni samvinnu við FaMos.
  • Við ætlum beita rödd Mosfellsbæjar og fá tekjuviðmið hækkað umtalsvert þannig að eldri borgarar geti unnið, kjósi þeir svo, án þess að það skerði elllilífeyrir krónu á móti krónu strax þegar 125 þúsunda tekjumarkinu er náð.
  • Við ætlum að koma á frístundaávísun fyrir eldri borgara sem lið í einstklingsbundinn heilsueflingu þeirra.
  • Við viljum styrkja innviði þeirrar þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilinu Hömrum.
  • Við ætlum að beita okkur fyrir hækkun afsláttar af fasteignagjöldum eldri borgara.
  • Við ætlum að styrkja dægradvöl, fjölga plássum og styðja enn frekar við tómstundastarf eldri borgara.
  • Við viljum að Öldungaráð verði virk fastanefnd í stjórnkerfi bæjarins og að fullu skipuð félögum í FaMos.