09/05/2018

Fjölskyldan – Velferðin

Mikilvægur hluti í nútímasamfélagi er góð velferðarþjónusta, öryggisnet sem tekur við þegar eitthvað bjátar á hjá einstaklingum og fjölskyldum. Vinir Mosfellsbæjar munu því styðja og styrkja velferðarþjónustuna.

  • Við viljum afnema sjálfkrafa vísitöluhækkanir í gjaldskrám velferðarþjónustunnar en í staðinn meta hækkunarþörf út frá almennum viðmiðum um launaþróun.
  • Við ætlum að tryggja að leiga í félagslegum íbúðum haldist óbreytt eitt ár í senn.
  • Við leggjum rækt við jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar í hvívetna.

Velferðarþjónustan

  • Við ætlum að standa vörð um grunnþætti velferðarþjónustunnar svo sem félagslegt leiguhúsnæði, fjárhagsaðstoð, heimaþjónustu, þjónustu við aldraða og fatlaða o.fl.
  • Við ætlum að efla og þróa notendastýrða persónulega aðstoð við fatlaða, NPA, og eiga samstarf við NPA miðstöðina í því augnamiði.
  • Við ætlum að styrkja samstarfið við Skálatún, Ásgarð og Reykjadal.
  • Við ætlum að hlusta eftir þörfum og sjónarmiðum fatlaðra.
  • Við viljum að barnaverndarnefnd sé skipuð fólki með fagþekkingu á málaflokknum.

Heilsugæslan í Mosfellsbæ

  • Við ætlum að koma á beinum samráðsvettvangi við yfirvöld heilbrigðismála og stjórn heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig viljum við freista þess að fá aðkomu að málefnum heilsugæslunnar strax á vinnslustigi þeirra.