25/03/2019

Fluttar tillögur

Aðgerðir til að hindra akstur yfir göngustíg til móts við Miðholt 3

Á 465. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar vakti fulltrúi Vina Mosfellsbæjar, Stefán Ómar Jónsson, máls á því að nokkuð virðist vera um að ekið sé þvert yfir göngu- og hjólastíg sem liggur á milli bílastæða móts við fjölbýlishúsin við Miðholt 1 og 3 og að augljóst væri að akstur bifreiða er alls ekki ætlaður þvert á umræddan göngu- og hjólastíg og getur hann valdið hættu á slysum auk þess að valda skemmdum á grasfleti við stíginn.

Hér má sjá afraksturinn

Skipulagsnefnd samþykkti að vísa tillögu fulltrúa Vina Mosfellsbæjar til umsagnar og afgreiðslu umhverfissviðs. Það er skemmst frá að segja að umhverfissvið brást fljótt við og setti upp grindverk sem nú hamlar því að hægt sé að aka yfir göngu- og hjólastíginn.