09/05/2018

Íþróttir – Æskulýðsmál

Allt íþrótta- og æskulýðsstarf skiptir miklu máli fyrir íbúa Mosfellsbæjar. Það er atvinnuskapandi, styrkjandi fyrir skólastarfið og hvetur til samvinnu. Það er jafnframt öflug forvörn og lækkar kostnað við heilbrigðisþjónustu.

Vinir Mosfellsbæjar munu standa þétt við bakið á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi og styðja stjórnir þessara félaga í mikilvægum sjálfboðaliðastörfum sínum.

  • Við viljum að Íþrótta- og tómstundanefnd sé fagnefnd sem starfi sjálfstætt og sé samráðsvettvangur milli félaganna og bæjarstjórnar.
  • Við ætlum að tryggja að allir geti stundað íþróttaiðkun óháð efnahag.
  • Við ætlum að innleiða frístundaávísun fyrir eldri borgara og þannig stuðla að heilsueflandi hreyfingu þeirra.
  • Við viljum að Mosfellsbær verði þekktur fyrir öflugt mótahald meðal annars með því að bjóða upp á keppni landsliða í bænum.
  • Við viljum að grunnskólanemendur fái markvissa kynningu á þeim íþróttum og tómstundum sem í boði eru hverju sinni í bæjarfélaginu.
  • Við ætlum að tryggja skátafélaginu Mosverjum framtíðaraðstöðu í Álafosskvos.
  • Við ætlum að auka stuðning við afreksfólk í íþróttum sem eru þeim yngri hvatning og fyrirmynd.
  • Við ætlum að auka vægi Ungmennaráðs (bæjarstjórnar ungafólksins) og gefa ráðinu tækifæri til að koma að málum sem varða málefni ungs fólks.

Framtíðaráætlun fyrir Aftureldingu

  • Við ætlum að móta heildstæða framtíðarsýn um uppbyggingu íþróttarsvæðisins að Varmá og Tungubökkum, í samvinnu við aðalstjórn og deildir Aftureldingar.

Við viljum þannig marka langtímastefnu við uppbyggingu íþróttamannavirkja samkvæmt þarfagreiningu félaga og skóla og forgangsraða í fullri samvinnu við íþróttafélögin. Uppbygging íþróttamannvirkja taki þannig mið af þörfum notenda.

  • Við ætlum klára fimleikahúsið og félagsaðstöðu Aftureldingar.