09/05/2018

Menningarmál

Nauðsynlegt er að styrkja Mosfellsbæ sem heilsueflandi menningarsamfélag þar sem fjölbreytni og fjölmenning fær notið sín.

Menning og listir eru stór þáttur í grunngildum lífsins þar sem menning er nánast allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Tungumálið okkar, það sem við horfum á, það sem við höfum fyrir stafni dags daglega, það sem við borðum. Allt er þetta hluti af menningu okkar samtíma og er breytilegt eftir tíðaranda. Við þurfum að standa vörð um okkar menningararfleið, menningu og tungumál í heimi hraðra tækniframfara.

Menningarhús

  • Við ætlum að byggja við Hlégarð og gera hann að framtíðar menningarmiðstöð Mosfellsbæjar. Hlégarður hýsi þannig leiklist, tónlist, söfn og félagsaðstöðu hinna fjölmörgu menningarfélaga í Mosfellsbæ.
  • Við viljum efla listnám á öllum skólastigum og leggja meiri áherslu á iðn- og verknám.

Listaskólinn

  • Við viljum vinna að styrkingu innviða á sviði menningar og lista, með því að hlúa að og efla starfssemi Listaskólans.

Menningartengd ferðaþjónusta

  • Við viljum efna til stefnumótunar í menningartengdri ferðaþjónustu í samstarfi við ferðaþjónustuaðila.

Söfn og viðburðir

  • Við munum styðja dyggilega við starfsemi héraðsskjalasafnsins, bókasafnsins og listasalarins. Styrkja þá viðburði og bæjarhátíðir sem eru fastir liðir í samfélaginu okkar.

Samstarf og samtal við menningarfélögin

  • Við viljum efla samstarf og samtal við öll félög og aðila í menningarmálum.

Fræðsluskilti

  • Við viljum fjölga fræðsluskiltum í bænum og lagfæra þau sem eldri eru orðin og halda áfram samstarfi við skátana um stikaðar gönguleiðir.