09/05/2018

Skipulag – Húsnæði – Umhverfi

 

Skipulagsmál

 • Við ætlum að vera staðföst í skipulagsmálum í þeim skilningi að draga sem mest úr deiliskipulagsbreytingum eftir á. Breytingum sem því miður geta leitt til árekstra við íbúa, dómsmála og þess að bæjarfélagið þurfi að greiða háar skaðabætur.
 • Við ætlum að skipuleggja ný svæði fyrir atvinnustarfsemi.

Leigjendur og möguleikar á leigumarkaði

 • Við ætlum að vinna með Samtökum leigjenda á Íslandi og leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna og styrkja starf þeirra í þágu leigjenda.
 • Við ætlum að greiða götur þess að í Mosfellsbæ geti risið leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, samanber lög um almennar íbúðir.

Húsnæðismál unga fólksins

 • Við ætlum að greiða götur byggingarsamvinnufélaga sem hafa það að markmiði að útvega ungu fólki fyrstu íbúðina á hagkvæmum kjörum.

Samgöngur

 • Við ætlum að þrýsta á ríkisvaldið að sinna eðlilegu viðhaldi þjóðvega í gegnum Mosfellsbæ.
 • Við ætlum að þýsta á ríkisvaldið um bætt umferðarmannvirki á höfuðborgarsvæðinu.
 • Við ætlum að þrýsta á ríkisvaldið að tvöfalda Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ.
 • Við ætlum að kanna hug Mosfellinga í rafrænni kosningu til borgarlínu og hvort Mosfellsbær eigi að þrýsta á ríkisvaldið og Reykjavíkurborg um lagningu Sundabrautar.

Umhverfismál

 • Við viljum skoða að færa grænt bókhald fyrir bæinn sem gert er upp einu sinni á ári.
 • Við viljum fara í skráningu og kortlagningu á notkun allrar orku sem bærinn notar í því augnamiði að spara hana og draga úr kostnaði.
 • Við leggjum áherslu á ábyrga úrgangsstjórnun, með almannahagsmuni að leiðarljósi og stefnum að samræmdum samþykktum um sorphirðu fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
 • Við vitum að börn og ungmenni eru bestu boðberar nýrrar hugsunar. Við viljum því efla umhverfisfræðslu í leik- og grunnskólum bæjarins þannig að þau geti nýtt sér lausnir sveitarfélagsins við flokkun úrgangs.
 • Við ætlum að standa vörð um ár sem renna í sveitarfélaginu. Kortleggja útrásir sem ekki eru tengdar fráveitukerfi bæjarins og gera upplýsingar aðgengilegar.
 • Við viljum hvetja til að birt séu starfsleyfi og niðurstöður eftirlits á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins, líkt og Umhverfisstofnun gerir.