09/05/2018

Skólamál – Dagvistun

 • Við ætlum að styðja og styrkja skólana okkar í allri meðferð eineltismála.
 • Við ætlum að tryggja hollar og góðar máltíðir, með áherslu á gæði hráefni og næringargildi í öllum skólum bæjarins.
 • Við ætlum rafvæða og samhæfa alla systkinaafslætti milli dagforeldra, frístundaselja og leikskóla, þannig að ekki þurfi að sækja um þessa afslætti sérstaklega. Engir pappírar eða hlaup.

Móta nýja skóla- og menntastefnu

 • Við ætlum móta nýja og framsækna skóla- og menntastefnu til framtíðar í víðtæku samráði við foreldra, skólastjórnendur og kennara. Í stefnunni yrðu skilgreindar nauðsynlegar aðgerðir er lúta að aukinni notkun upplýsingartækni (digital classroom) við kennslu.

Innleiða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

 • Við ætlum, í samvinnu við UNESCO á Íslandi, að innleiða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samþætta hann í allt starf í bæjarfélaginu. Við ætlum að sækja um vottun sem barnvænt sveitarfélag.

Foreldrasamfélagið

 • Við segjum að raddir foreldra séu ómissandi við stefnumótun til framtíðar um byggingu og þróun skólamannvirkja. Með virkri þátttöku foreldrasamfélagsins, bæjarstjórnar og starfsfólks bæjarins tryggjum við sátt um stefnumótunina.
 • Við ætlum að styðja við sterka og lýðræðislega uppbyggingu foreldrasamfélagsins í bæjarfélaginu og tryggja aðkomu þess að mikilvægum ákvörðunum.

Grunnskólinn

 • Við ætlum að stuðla að því að fagmenntaðir grunnskólakennarar fáist til starfa.
 • Við ætlum að efla stoðþjónustu í grunnskólunum á sviði sálfræði, talmeinafræði og þjónustu sem fylgir skóla án aðgreiningar.
 • Við ætlum að skoða framtíðarskipan skólamála í Leirvogstungu og í Mosfellsbæ í heild sinni í samráði við foreldrasamfélagið og íbúasamtökin.

Leikskólinn

 • Vil ætlum að stuðla að því að fagmenntaðir leikskólakennarar fáist til starfa.
 • Við ætlum að styðja og styrkja gott starf í leikskólum bæjarins.
 • Við ætlum að gera biðlista aðgengilega með rafrænum hætti
 • Við ætlum að tryggja öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss. Verði töf á úthlutun fái foreldrar greiddar 60 þúsund krónur á mánuði miðað við heilsdagsvistun.

Dagforeldrar

 • Við ætlum að styðja við þjónustu dagforeldra.
 • Við viljum greiða fyrir samvinnu dagforeldra svo sem í veikindum og fríum þeirra.
 • Við munum rafvæða öll samskipti dagforeldra, foreldra og bæjarins. Engir pappírar eða hlaup.