09/05/2018

Stjórnsýsla – Lýðræði

Skilvirk stjórnsýsla

  • Við ætlum að efla og styrkja stjórnsýslu Mosfellsbæjar með vel skilgreindum gæðaferlum og átaki í rafrænni stjórnsýslu.
  • Við viljum vandaða stjórnsýslu sem upplýsir og virðir réttindi íbúa varðandi málshraða, leiðbeiningarskyldu, jafnræðisreglu og andmælarétt.
  • Við ætlum að móta farveg þar sem íbúar og viðskiptavinir bæjarins geta látið reyna á réttmæti stjórnsýsluákvarðana áður en þeir snúa sér að kærunefndum og dómstólum.

Lýðræði

  • Við ætlum að endurskoða og hleypa nýju lífi í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.
  • Við ætlum að efla íbúalýðræði meðal annars í gegnum rafrænar íbúakosningar.
  • Við ætlum að efla Ungmennaráð og Öldungaráð með því að fela þeim tiltekin verkefni í stjórnsýslunni.

Fjármál og gagnsæi

  • Við viljum gæta jafnræðis í ráðstöfun skattfjár og stilla álögum í hóf.
  • Við ætlum að bæta framsetningu á fjárhagsupplýsingum – í hvað fara peningarnir.
  • Við ætlum að efla og samræma innkaup bæjarins og með því lækka kostnað.
  • Við viljum efla samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, samnýta reynslu og þekkingu, deila lausnum og byggja stærri heild saman.