Frambjóðendur

  • 1. sæti | Dagný Kristinsdóttir

    SKÓLASTJÓRI

    Ég hef starfað innan skólakerfisins síðan árið 2007, fyrst sem grunnskólakennari, síðar deildarstjóri yngri deildar í Varmárskóla, kennslustjóri við Háskólann á Bifröst og í núverandi starfi sem skólastjóri. Ég hef verið virk í félagsstörfum, sérstaklega innan íþróttahreyfingarinnar en innan Ungmennafélagsins Aftureldingar var ég í 10 ár. Starfaði mikið innan badmintondeildar, fór frá því að vera almennur stjórnamaður í deild, formaður deildar, yfir í að vera formaður félagsins.

    Í stækkandi bæjarfélagi skiptir miklu máli að standa við bakið á skólafólki, kennurum og skólastjórnendum. Kerfið okkar þarf að taka mið af stækkandi samfélagi og hugsa þarf þjónustuna upp á nýtt. Eins þarf að gæta að jafnræði skólanna í bænum, þar sem eldri skólar fái yfirhalningu og haldi í við nýrri skóla. Huga þarf að skólastarfi í Leirvogstungu og hefja skoðun og undirbúning að byggingu skólahúsnæðis í hverfinu. Stjórnsýslan getur verið skilvirkari og fleiri þættir þjónustunnar fari í gegnum rafræna sjtórnsýslu. Einfalda þarf vinnubrögð í velferðarkerfinu, en það teygir anga sína víða inn í kerfið. Viðkomustaður þjónustuþega á helst að vera einn. Við megum ekki vera hrædd við stækkandi samfélag, það þarf að ræða vaxtarverkina og bregðast við þeim. Taka samtalið. Horfa þarf til lengri tíma en fjögurra ára. Við þurfum að horfa til 10-20 ára og skoða hvert við, sem íbúar, viljum fara með bæinn okkar.

  • 2. sæti | Guðmundur Hreinsson

    BYGGINGAFRÆÐINGUR OG KENNARI

    Var sjálfstætt starfandi fram til ársins 2007 og rak byggingarfyrirtæki á sviði viðhalds og nýbygginga.

    2008 var ég ráðin til Tækniskólans sem skólastjóri Byggingartækniskólans ásamt því kenndi ég við Meistaraskólann á sama tíma.

    2015 réð ég mig sem kennari við húsasmíðadeild FB þar sem ég starfa enn í dag og kenni helst fagteikningu. Einnig starfa ég sem stundarkennari við HR.

    Ég á einnig tækni- og teikniþjónustuna Togt ehf sem ég rek samhliða kennslu í mínu fagi.

    Ég hef mikinn áhuga á öllum sviðum sveitarstjórnarmála og þá helst í bygginga- og skipulagsmál og vill sjá meira samtal við íbúa Mosfellsbæjar hvernig við sjáum bæinn okkar þróast til framtíðar og reyna kannski að laga það sem aflaga hefur farið.

    Einnig hef ég mikinn áhuga á menningarmálum og er mitt helsta hjartans mál að nýtt menningarhús rísi við hlið Hlégarðs.

    Ég vil einnig sjá að byggð verði upp myndarleg íþróttaraðstaða á Varmásvæðinu svo mikill sómi sé af fyrir alla Mosfellinga.

  • 3. sæti | Katarzyna Krystyna Krolikowska

    ÞJÓNUSTUSTJÓRI

    Verkfræðingur Maritime University in Poland Bókhaldsnám (Proment)

    Ég starfa hjá Ístex og hef verið þar í 13 ár. Hef starfað hjá Sólar ehf sem þjónustustjóri og hjá Túlkaþjónustunni.

    Við eigum að hugsa um Mosfellsbæ sem eina heild, eitt samfélag. Ný og fersk sýn á málefni íbúa og útlendinga í bænum okkar. Áætlun sem tekur mið af öllum þáttum samfélagsins og framtíðarsýn Mosfellsbæjar.

  • 4. sæti | Michele Rebora

    ÖRYGGIS- OG GÆÐASTJÓRI

    Ég er stjórnmálafræðingur frá Háskólanum í Genova á Ítalíu og skulda bara lokaritgerðina í MPA í opinberri stjórnsýslu í Háskóla Íslands.

    Hef starfað í gæða-, umhverfis- og öryggismálum frá 2006, lengst af sem ráðgjafi. Var öryggis- og gæðastjóri VIRK í tvö ár og nú hjá HD hér í Mosfellsbæ.

    Var gjaldkeri foreldrafélagsins leikskóla Reykjakot í um 10 ár (á fjögur börn) Hef verið virkur í Ítölsku félagi á Íslandi og var kosinn fulltrúi í ráð á vegum Ítalska ríkisins fyrir Ítala í Noregi og Íslandi. Á þessu kjörtímabili hef ég verið í umhverfisnefnd og fræðslunefnd Mosfellsbæjar.

  • 5. sæti | Kristín Nanna Vilhelmsdóttir

    SJÁLFSTÆTT STARFANDI ÖRYRKI

    Las bókmenntafræði við Háskóla Íslands, stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum.

    Hef starfað við ýmislegt eins og flestir Íslendingar. Sem dæmi við þjónustustörf, sem bóksali hjá Bóksölu Stúdenta og Máli og Menningu/ Eymundsson. Varð öryrki árið 2016 en hef starfað sjálfstætt í hlutastörfum þegar heilsan leyfir. Starfa sem leiðsögumaður hjá Skálanesi-Náttúru og Fræðasetri yfir sumartímann.

    Ég hef mikinn áhuga á framtíð bæjarins í skipulags-menningar og ferðaþjónustumálum.Ég tel mikilvægt að byggja Mosfellsbæ upp sem áfangastað og samnýta þá þekkingu og reynslu sem fyrir er hjá ferðaþjónustuaðilum til að byggja upp ferðaþjónustu i bænum.

  • 6. sæti | Stefán Ómar Jónsson

    VIÐSKIPTALÖGRFÆÐINGUR OG BÆJARFULLTRÚI

    Hef starfað bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Í einkageiranum við verslunarstörf og verslunarstjórn, sem framkvæmdastjóri hjá Vöruborg hf og Landssímanum hf. Í opinbera geiranum starfaði ég sem sveitar- og bæjarstjóri og síðar bæjarritari hjá Mosfellsbæ. Félags og foreldrastörf fyrir ungmennafélagið, skóla og foreldrafélag Gagnfræðaskólans og sit nú í Sóknarnefnd Lágafellssóknar.

    Ég vil auka og bæta gegnsæi í opinni stjórnsýslu og efla samtal við íbúa. Að rafræn stjórnsýsla alla leið verði innleidd í allri þjónustu Mosfellsbæjar og jafnræðis og sanngirni sé gætt í hvívetna gagnvart íbúum, viðskiptavinum og starfsmönnum Mosfellsbæjar.

  • 7. sæti | Kristján Erling Jónsson

    TEYMISSTJÓRI TÆKNIMANNA ÍTR

    Ég starfa sem teymisstjóri tæknimanna ÍTR og er rafirkjanemi. Mín reynsla liggur í verslunargeiranum - hef starfað sem verslunarstjóri, sölumaður, markaðstjóri í bílavarahlutaverslunum og vélarvarahlutaverslunum. Eins sem leiðsögðumaður með erlenda ferðamenn. Ég hef gegnt ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina en þó einna helst í kórstörfum. Í dag er ég í Karlakór Kjalnesinga og í Stormsveitinni.

    Mínar áherslur og eldmóðir snúa að allri menningunni, listum og sögu okkar Mosfellsbæinga. Við eigum að vera stolt af okkar sögu og gera hana sýnilega fyrir okkur og ekki síst fyrir gesti. Það er mikil sköpun í bænum okkar af öllum toga en hún er í felum og lítil tækifæri til að koma henni á framfæri. Ég sé fyrir mér að bærinn okkar gæti verið staður sem íslenskir og erlendir geta notið náttúru, menningar og annarra afþreyingar í meira mæli. Það þarf að snúa bökum saman, sameina krafta bæjarbúa og koma okkur á framfæri. Eins legg ég áherslu á skipulagsmál en ég tel við getum gert betur þar. Við þurfum skýrari framtíðarsýn og við þurfum að leggja meiri vinnu í að virkja alla íbúa til að gera hana að veruleika. Með meira íbúalýðræði og samtali getum við unnið saman í því að gera Mosfellsbæ enn betri.

  • 8. sæti | Ásgerður Inga Stefánsdóttir

    KENNARI

  • 9. sæti | Óskar Einarsson

    TÓNLISTAMAÐUR

  • 10. sæti | Rakel Baldursdóttir

    MARKÞJÁLFI

    Er ACC vottaður markþjálfi. Sit í siðanefnd ICF félags markþjálfa á íslandi. Er meðeigandi að Abzurd ehf sem snýr að sjálfbæri og m.a. að koma í veg fyrir textílsóun með endurvinnslu á textíl sem annars færi í urðun. Sat í stjórn Víghóls, íbúasamtakanna í Mosfellsdal og í stjórn foreldrafélags Varmárskóla og SAMMOS.

    Ég vil auka gagnsæi í stjórnkerfinu og efla íbúalýðræðið. Efla menntamál með aukinni fagþjónustu, stórefla tæknimál og umhverfisfræðslu með tilliti til loftslagsmála og leggja meiri áherslu á skapandi starf og líðan nemenda.

  • 11. sæti | Kristinn Breki Hauksson

    HÁSKÓLANEMI

  • 12. sæti | Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir

    GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR

  • 13. sæti | Sigurður Eggert Halldóruson

    STJÓRNMÁLAHAGFRÆÐINGUR

  • 14. sæti | Olga Jóhanna Stefánsdóttir

    SKRIFSTOFUSTJÓRI

  • 15. sæti | Lárus Arnar Sölvason

    HÁRSNYRTIR

  • 16. sæti | Jógvan Hansen

    TÓNLISTAMAÐUR

  • 17. sæti | Sandra Rut Falk

    STUÐNINGSFULLTRÚI

  • 18. sæti | Björn Óskar Björgvinsson

    ENDURSKOÐANDI

  • 19. sæti | Andri Gunnarsson

    VERKFRÆÐINGUR

  • 20. sæti | Kristín Rós Guðmundsdóttir

    HÚSASMIÐUR OG HÁSKÓLANEMI

  • 21. sæti | Þórunn Ísfeld Þorsteinsdóttir

    ELDRI BORGARI

  • 22. sæti |Úlfhildur Geirsdóttir

    ELDRI BORGARI