Fréttir

Dagny K Dagny K

Betri vinnutími á leikskólum

Upp úr áramótum 2020 fóru fyrstu kjarasamningar sem fólu í sér styttri vinnutíma að líta dagsins ljós. Í hönd hófst heljarinnar ferli stjórnenda allra stofnana við að finna út úr því hvernig ætti að leysa þetta nýja verkefni. Í fyrstu umferð var þetta mjög skrítið verkefni þar sem ekkert skapalón fylgdi en eitt var alveg ljóst - enginn kostnaður átti að felast í innleiðingunni. Á mörgum stöðum varð ferlið auðveldara eftir því sem samtalið átti sér stað oftar en mjög fljótt varð þó ljóst að meðal ákveðinna starfsstétta yrði þetta erfitt samtal vegna eðli starfanna og er leikskólastéttin ein þeirra.

Read More
Dagny K Dagny K

Málefnaskrá

Vinir Mosfellsbæjar hafa birt stefnuskrá sína. Sérstaða framboðsins felst í því að framboðið er skipað áhugasömum íbúum en telst ekki formlegur stjórnmálaflokkur. Við viljum nýja og faglega stjórnarhætti, rafræna stjórnsýslu, skipulega og markvissa uppbyggingu innviða, ásamt aukinni aðkomu íbúa að stærri ákvörðunum. Við viljum aukið samtal við bæjarbúa og óháðan bæjarstjóra.

Read More
Guðmundur Hreinsson Guðmundur Hreinsson

Opnun á kosningaskrifstofu Vina Mosfellsbæjar

Föstudaginn 29. Apríl verður formleg opnun á kosningaskrifstofu okkar og tökum við á móti gestum á milli kl: 5 til 8.

Léttar veitingar verða í boði og hvetjum við alla Mosfellinga að koma og hitta okkur og taka spjallið. Vinir Mosfellsbæjar verða með kosningaskrifstofu á kaffihúsinu Áslák.

Þar ætlum við að vera alla daga fram að kosningum og byrjum á því að vera frá kl: 5 - 8 Vikuna fyrir kosningar munum við svo væntanlega bæta við okkar viðveru þar.

Read More
Guðfinna Valgeirsdóttir Guðfinna Valgeirsdóttir

Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor

Það var skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2018 sem hópur fólks með ýmsar

stjórnmálaskoðanir og ólíkan bakgrunn kom saman og ákvað að stofna hreyfingu með það eina

markmið að beita sér fyrir hagsmunum íbúa Mosfellsbæjar og gera þannig góðan bæ betri.

Þetta var fólk en ekki flokkur og þannig varð L-listi Vina Mosfellsbæjar til.

Read More
Guðfinna Valgeirsdóttir Guðfinna Valgeirsdóttir

Helgafellshverfi – nýir áfangar og nýr vegur

Eins og íbúar í Helgafellshverfi hafa eflaust orðið varir við eru hafnar framkvæmdir við 4. áfanga í Helgafellshverfi og miðar þeim vel í höndunum á traustum byggingaraðila, Byggingarfélaginu Bakka ehf.

Read More
Guðfinna Valgeirsdóttir Guðfinna Valgeirsdóttir

Friðun Leiruvogs

Töluvert hefur verið fjallað um friðun Leiruvogs, m.a. á samfélagsmiðlum og hér í bæjarblaðinu, sérstaklega í kjölfar

stækkunar friðlands við Varmárósa nú á dögum. Það er engin furða, enda um mikilvægt svæði að ræða út frá sjónarmiði náttúruverndar.

Read More
Guðfinna Valgeirsdóttir Guðfinna Valgeirsdóttir

Lifandi málaskrá og dagbók – afdrif málsins

Á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 30. mars sl., var fyrst á dagskránni mál mitt um: „Rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar“. Málið er tvíþætt, annars vegar að birta með rafrænum hætti málaskrá stjórnsýslu Mosfellsbæjar og hins vegar að birta dagbók bæjarstjóra.

Read More

Fréttatilkynning Vina Mosfellsbæjar

5/21/22

Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ hefur slitið meirihlutaviðræðum við Vini Mosfellsbæjar.
Meirihlutaviðræður hófust formlega í gær og var mikill samhljómur meðal framboða í fyrstu skrefum málefnavinnunnar.
Samkvæmt viðræðuáætlun átti að hittast aftur í morgun og ætluðu fulltrúar Vina Mosfellsbæjar að nýta tímann til að ræða við sitt bakland um ákveðin málefni. Áður en fundir hófust í morgun var viðræðum slitið og óljósar málefnalegar ástæður gefnar fyrir þeirri ákvörðun.
Vera kann að afstaða Vina Mosfellsbæjar varðandi skipulagsmál og aðkomu íbúa að þeim, eigi þarna hlut að máli.

Fyrir hönd Vina Mosfellsbæjar
Dagný Kristinsdóttir

KOSNINGAKAFFI & KOSNINGAVAKA VINA MOSFELLSBÆJAR

Var haldin á Kaffi Áslák laugardaginn 14. mai. Húsið opnaði kl 10:00 og var boðið upp á kaffi, vöfflur,kökur, ávexti og snittur til kl. 18:00. Fjölmargir kíktu við og virkilega góð og skemmtileg stemning með áhugaverðu spjalli var ríkjandi. Upp úr kl 17:00 reið svo yfir öflugur jarðskjálfti að stærð 4,8 á Richter og nötraði hressilega, sumir höfðu á orði að nú væri ónefndur flokkur fallinn. Engar skemmdir urðu en fólki eðlilega brugðið.

Kosningavakan hófst svo kl. 22:00 sem var óvenju seint en það skýrist af því að Eurovision var einnig sama kvöld. Sýnt var frá kosningavöku sjónvarpsins á stóra skjánum á Ásláki og einnig á skjá inni á kaffihúsinu. Gleði var einkennandi og boðið var upp á léttar veitingar.

Vinir Mosfellsbæjar náðu inn einum manni, Dagný Kristinsdóttur og á tímabili var 2. maður á lista, Guðmundur Hreinsson, einnig kominn inn. Því miður hélst það ekki eftir að utankjörfundaratkvæði höfðu bæst við.

Stuðningur ykkar er okkur afar dýrmætur og kærar þakkir fyrir öll sem studduð okkur á einn eða annan hátt, við erum tilbúin í næstu skref.