Fréttir
Friðun Leiruvogs
Töluvert hefur verið fjallað um friðun Leiruvogs, m.a. á samfélagsmiðlum og hér í bæjarblaðinu, sérstaklega í kjölfar
stækkunar friðlands við Varmárósa nú á dögum. Það er engin furða, enda um mikilvægt svæði að ræða út frá sjónarmiði náttúruverndar.
Fréttatilkynning Vina Mosfellsbæjar
5/21/22
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ hefur slitið meirihlutaviðræðum við Vini Mosfellsbæjar.
Meirihlutaviðræður hófust formlega í gær og var mikill samhljómur meðal framboða í fyrstu skrefum málefnavinnunnar.
Samkvæmt viðræðuáætlun átti að hittast aftur í morgun og ætluðu fulltrúar Vina Mosfellsbæjar að nýta tímann til að ræða við sitt bakland um ákveðin málefni. Áður en fundir hófust í morgun var viðræðum slitið og óljósar málefnalegar ástæður gefnar fyrir þeirri ákvörðun.
Vera kann að afstaða Vina Mosfellsbæjar varðandi skipulagsmál og aðkomu íbúa að þeim, eigi þarna hlut að máli.
Fyrir hönd Vina Mosfellsbæjar
Dagný Kristinsdóttir
KOSNINGAKAFFI & KOSNINGAVAKA VINA MOSFELLSBÆJAR
Var haldin á Kaffi Áslák laugardaginn 14. mai. Húsið opnaði kl 10:00 og var boðið upp á kaffi, vöfflur,kökur, ávexti og snittur til kl. 18:00. Fjölmargir kíktu við og virkilega góð og skemmtileg stemning með áhugaverðu spjalli var ríkjandi. Upp úr kl 17:00 reið svo yfir öflugur jarðskjálfti að stærð 4,8 á Richter og nötraði hressilega, sumir höfðu á orði að nú væri ónefndur flokkur fallinn. Engar skemmdir urðu en fólki eðlilega brugðið.
Kosningavakan hófst svo kl. 22:00 sem var óvenju seint en það skýrist af því að Eurovision var einnig sama kvöld. Sýnt var frá kosningavöku sjónvarpsins á stóra skjánum á Ásláki og einnig á skjá inni á kaffihúsinu. Gleði var einkennandi og boðið var upp á léttar veitingar.
Vinir Mosfellsbæjar náðu inn einum manni, Dagný Kristinsdóttur og á tímabili var 2. maður á lista, Guðmundur Hreinsson, einnig kominn inn. Því miður hélst það ekki eftir að utankjörfundaratkvæði höfðu bæst við.
Stuðningur ykkar er okkur afar dýrmætur og kærar þakkir fyrir öll sem studduð okkur á einn eða annan hátt, við erum tilbúin í næstu skref.