Fólk en ekki flokkur

Ný grein um Betri vinnutíma á leikskólum

Viljum við ekki öll vera vinir?

 

Vinir Mosfellsbæjar er hópur fólks með ýmsar stjórnmálaskoðanir og ólíkan bakgrunn kom saman og ákvað að stofna hreyfingu með það eina markmið að beita sér fyrir hagsmunum íbúa Mosfellsbæjar. Þannig gerum við góðan bæ betri. Þetta er fólk en ekki flokkur og þannig varð L-listi Vina Mosfellsbæjar til.

Leiðarljós

  • Heiðarleiki

    Handleikum mál af heiðarleika

  • Þekking

    Leitum þekkingar í allri ákvarðanatöku.

  • Lýðræði

    Ástundum lýðræðislega umræðu og gagnsæi.

 Helstu stefnumál

  • Efla stuðning við skólastjórnendur, kennara og starfsfólk í leik- og grunnskólum

  • Hlégarðssvæðið verði miðstöð menninga og lista

  • Við viljum byggja upp lýðheilsumiðstöð að Varmá í þágu allra bæjarbúa

  • Byggjum Mosfellsbæ upp sem áfangastað

  • Rafræn stjórnsýsla í fremstu röð studd gæðaferlum

  • Bæjarstjóri ráðinn inn á faglegum forsendum

  • Hugum að sjálfbærni og hagkvæmni í rekstri bæjarins

  • Skipulagsmál á forsendum íbúa

  • Einfaldari aðkoma að þjónustu, einn viðkomustaður

Frambjóðendur

  • Dagný Kristinsdóttir

    1.sæti

  • Guðmundur Hreinsson

    2.sæti

  • Katarzyna Krystyna Krolikowska

    3. sæti

  • Michele Rebora

    4. sæti

Lýðheilsumiðstöð að Varmá

Hér má sjá hvernig áætlað var að byggja upp lýðheilsumiðstöð að Varmá árið 1997.

Þá var íbúafjöldi minni en hann er í dag og er hugmynd að taka upp þessi byggingaráform sem eru mjög metnaðarfullar og glæsilegar.

Flýtum okkur hægt og gerum þetta vel og horfum lengra fram í tíman. Hættum bútasaum við Varmá.

 

VINA HLAÐVARPIÐ.

Við ætlum að vera með vina hlaðvarp á spotify þar sem við verðum með viðtöl og lesna pistla.

Ertu með hugmynd hvernig hægt er að gera Mosfellsbæ að betri bæ?

Við viljum heyra ykkar hugmyndir!

Vinir Mosfellsbæjar eru alltaf tilbúin að taka á móti nýjum hugmyndum. Endilega deildu þinni með okkur.