• Tillaga um leiguíbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ

    Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar flutti tillögu um að Mosfellsbær skoði í sambandi við fyrirhugaða uppbyggingu íbúða fyrir aldraða, á vegum Eirar að Bjarkarholti, að allt að tuttugu íbúðir verði byggðar skv. ákvæðum laga um almennar íbúðir er njóti stofnframlaga af hálfu Mosfellsbæjar annars vegar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hins vegar.

    Samþykkt var að senda tillöguna til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.

    Markmið laga um almennar íbúðir (52/2016) er að bæta húsnæðisöryggi meðal annars aldraðra, sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.

    Mikið hefur verið ritað og rætt um stöðu aldraðra hvað varðar afkomu þeirra, alls kyns skerðinga sem aldraðir verða fyrir hvað varðar ellilífeyri o.fl. sem ekki verður rakið hér. Það er staðreynt að margir í hópi aldraðra eiga í miklum erfiðleikum þegar kemur að búsetuúrræðum, þar sem leiga á íbúðum sem þeim standa til boða er í mörgum tilfellum há og gerir það að verkum að leigugreiðslur er mjög hátt hlutfall af tekjum þess og sumum jafnvel ofviða.

    Það að Mosfellsbær beiti sér fyrir því að til verði íbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ sem njóti stofnframlaga frá sveitarfélaginu og ríkinu sem nemi 30% af stofnkostnaði hverrar íbúðar er því afgerandi fyrir húsnæðismöguleika tekjulágra eldri borgara í Mosfellsbæ.

    Tekjulágir eldri borgarar í Mosfellsbæ sem vilja búa í nábýli við þá þjónustu og það félagsstarf sem Eir og Mosfellsbær veita að Hlaðhömrum er með tillögunni gert auðveldara að geta notið þessa nábýlis.

  • Tillaga um könnun á viðhorfi til skipulags- og byggingarmál vegna slakrar útkomu í þjónustukönnum síðustu ára

    Í þjónustukönnunum Capacent undan farin ár hefur Mosfellsbær fengið afspyrnu lélega einkunn þegar spurt hefur verið um skipulagsmál í sveitarfélaginu almennt, en einkunn Mosfellsbæjar hefur síðustu ár fallið úr 3,6 í 3,2 (af 5,0 mögulegum).

    Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar fluttu því sérstaka tillögu í skipulagsnefnd um að stjórnsýslu Mosfellsbæjar væri falið að kanna sérstaklega hjá íbúum og viðskiptavinum Mosfellsbæjar hverju sætti þessi lélega frammistaða bæjarins.

    Tillagan var samþykkt í ársbyrjun 2021 og þrátt fyrir eftirgrennslan hefur stjórnsýla bæjarins, og bæjarstjórinn sem ábyrgð ber á stjórnsýslunni, ekki enn þann dag í dag ekki framkvæmt eða kynnt niðurstöðu í málinu.

  • Tillaga um rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar

    Í samræmi við breytingu á upplýsingalögum (nr. 140/2012) þar sem inn kom ákvæði þess efnis að stjórnarráð Íslands skyldi birta málaskrár sínar á vef stjórnarráðsins til þess að auka gagnsæi og möguleika almennings á því að fylgjast með störfum stjórnsýslunnar. Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar flutti tillögu þess efnis að málaskrá Mosfellsbæjar yrði birt á vef bæjarins með sama hætti og stjórnarráðinu væri skylt að gera. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna höfðu ekki áhuga á að auka gagnsæi í stjórnsýslu bæjarins þrátt fyrir falleg orð um það í Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og felldu tillöguna.

  • Tillaga um að bæjarstjóri birti dagbók helstu daglegra verkefna

    Í anda þess að ráðherrar halda og birta dagbækur sínar á vef stjórnarráðsins flutti bæjarfulltrúi Vina Mofellsbæjar tillögu, í anda lýðræðisstefnu bæjarins og gagnsæi, um að bæjarstjóri Mosfellsbæjar héldi sína dagbók og birti á vef Mosfellsbæjar. Vilji til gagnsæis var ekki meiri en svo hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna en að tillagan var felld.

  • Tillaga um þátttöku Mosfellsbæjar í átakinu Hefjum störf

    Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar lagði fram tillögu um að Mosfellsbær tæki þátt í átakinu “Hefjum störf” sem var eins og kunnugt er úrræði á vegum Vinnumálastofnunar til þess að koma til móts við þá einstaklinga sem ekki hefðu fengið vinnu við lok bótatímabils síns. Átakið kom í kjölfar mikils atvinnuleysis í framhaldi af falli Wow air og síðan COVID-19. Tillögunni var vísað inn í stjórnkerfi Mosfellsbæjar og ennþá er óljóst hvort og þá hvernig afdrif tillögunnar voru.

  • Tillögur um lagningu vegar austur úr Helgafellshverfi

    Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar hefur lagt fram tillögu, í þrígang í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar, um að hafinn verði undirbúningur lagningu vegar austur úr Helgafellshverfi. Í upphafi átti að vera vegur úr Helgafellshverfi yfir Varmá og fram hjá Ístex og uppá Reykjalundarveg. Hætt var við þá vegarlagningu á sínum tíma en í staðinn ætlaði Mosfellsbær að leggja veg austur úr Helgafellshverfinu, niður að Bjargsvegi og síðan um nýja vegtengingu í gegnum Sólvallaland, Skarhólabraut og niður að núverandi slökkviliðsstöð. Tillaga Vina Mosfellsbæjar um veglagninguna hafa alltaf verið felldar af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

  • Tillögur um lækkun fasteignagjalda á fyrirtæki

    Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar hefur lagt fram tillögu um lækkun fasteignagjald á fyrirtæki í Mosfellsbæ í þrígang síðustu ár við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar.

    Mosfellsbær hefur komið til móts við greiðendur fasteignagjald íbúðarhúsnæði þegar hækkanir fasteignamats hefur hækkað meira en almennt verðlag milli ár. Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar vildi að fyrirtæki í Mosfellsbæ nytu sömu sanngirni.

    Tillögur Vina Mosfellsbæjar voru alltaf verið felldar af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

  • Aðgerðir til að hindra akstur yfir göngustíg til móts við Miðholt 3

    Á 465. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar vakti fulltrúi Vina Mosfellsbæjar, Stefán Ómar Jónsson, máls á því að nokkuð virðist vera um að ekið sé þvert yfir göngu- og hjólastíg sem liggur á milli bílastæða móts við fjölbýlishúsin við Miðholt 1 og 3 og að augljóst væri að akstur bifreiða er alls ekki ætlaður þvert á umræddan göngu- og hjólastíg og getur hann valdið hættu á slysum auk þess að valda skemmdum á grasfleti við stíginn.

    Skipulagsnefnd samþykkti að vísa tillögu fulltrúa Vina Mosfellsbæjar til umsagnar og afgreiðslu umhverfissviðs. Það er skemmst frá að segja að umhverfissvið brást fljótt við og setti upp grindverk sem nú hamlar því að hægt sé að aka yfir göngu- og hjólastíginn.

  • Stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ

    Á 8. fundi Menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar 21. maí sl. lagði áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar, Olga J. Stefánsdóttir, fram tillögu undir heitinu „Stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ.“

    Tillagan var svohljóðandi:
    Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að hluti af endurskoðun menningarstefnu fyrir Mosfellsbæ verði stefnumótun til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ þar sem horft verði til þess að Hlégarður og svæðið þar í kring yrði þungamiðjan í uppbyggingu og hýsingu safna- og menningarstarfs í Mosfellsbæ.

    Samþykkt var samhljóða á ofangreindum fundi Menningar- og nýsköpunarnefndar að vísa tillögu Vina Mosfellsbæjar inn í þá vinnu sem nú stendur yfir um mótun stefnu og framtíðarsýnar á sviði menningarmála.

    Tillaga Vina Mosfellsbæjar var síðan samþykkt samhljóða á 740. fundi bæjarstjórnar.

    Greinargerð með tillögunni:
    Efnt verði til formlegs samstarfs við fulltrúa hinna ýmsu menningarfélaga í Mosfellsbæ um þá hugmynd að Hlégarður og svæðið þar í kring verði þungamiðjan í uppbyggingu og hýsingu núverandi menningarstarfsemi Mosfellsbæjar, með aðstöðu fyrir söng , tónlist, leiklist og aðra menningartengda starfsemi í Mosfellsbæ.

    Með vandaðri stefnumótun, sem unnin yrði í samstarfi við hin fjölmörgu menningarfélög sem starfa í Mosfellsbæ, væri markmiðið að ná utan um þarfir og óskir þessara félaga. Samhliða yrðu óskir menningarfélaganna samþættar stefnu og þörfum þeirrar menninartengdu starfsemi sem Mosfellsbær sjálfur hefur með höndum s.s. Bókasafns Mosfellsbæjar, Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar, Listasalar Mosfellsbæjar og Listaskóla Mosfellsbæjar svo eitthvað sé nefnt.

    Hinn mikli menningararfur síðustu áratuga í sögu Mosfellssveitar og Mosfellsbæjar verði þá, ef skynsamlegt þykir, fundinn staður á sem næst einu svæði miðsvæðis í bænum, bæði núverandi menningarstarfssemi og ef til vill einnig nýjum söfnum byggða-, stríðsminja-, iðnaðar- og verslunarsögu.

    Hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Hlégarðssvæðinu yrði að lokum kostnaðarmetin og færi fram í áföngum með verklokum eftir 10-12 ár eða fyrr eftir atvikum.

    Skjalið HÉR fylgir tillögu þessari sem hugmynd en ekki sem tillaga að endanlegri útfærslu.

  • Tillaga um að laða nýútskrifaða kennara til starfa

    Á 736. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 3. apríl sl. lagði bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar, Stefán Ómar Jónsson, fram tillögu undir heitinu „Nýliðun og nýútskrifaða kennara til starfa“.

    Tillagan var svohljóðandi:
    Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að stofna starfshóp sem fái það verkefni að móta með hvaða hætti Mosfellsbær geti laðað nýútskrifaða kennara til starfa í skólum Mosfellsbæjar í framtíðinni.

    Bæjarráði verði falið að skipa starfshópinn sem skoði meðal annars hvernig samstarfi skóla Mosfellsbæjar við mennta- og menningarmálaráðuneytið svo og háskóla, vegna fyrirhugaðs starfsnáms kennaranema, verði best háttað. Starfshópnum verði falið að vinna tillögur um hvernig Mosfellsbær geti laðað til starfa nýútskrifaða kennara, til dæmis með því að veita þeim laun á starfstíma þeirra hjá Mosfellsbæ og/eða styrk þegar þeir hefja störf að lokinni útskrift og þá gegn því að þeir skuldbindi sig til þess að starfa í tiltekinn tíma hjá bænum.

    Á ofangreindum fundi bæjarstjórn var samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

    Á 1396. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs þar sem hún er nú til meðferðar.

    Greinargerð með tillögunni:
    Tilgangur þessarar tillögu er að Mosfellsbær bregðist við þeirri fyrirsjáanlegu samkeppni sem ljóst er að verði um kennara um allt land og skólar Mosfellsbæjar geti þannig mannað kennararstöður sem mest og best menntuðum kennurum.

    Fái ofangreind tillaga brautargengi gæti Mosfellsbær, um leið og hann veldi sér og tæki á móti kennaranemum á meistaraári í starfsnám sem ríkið kostar þá til, gert við þá samkomulag um að styrkja þá enn frekar, skuldbindi þeir sig til þess að koma til starfa hjá Mosfellsbæ að útskrift lokinni.

    Það er ljóst, samanber kynningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að við Mosfellsbæ, eins og öðrum sveitarfélögum, blasir að óbreyttu við að erfitt verður að fá til starfa menntaða kennara og miðar þessi tillaga að því að bregðast við því ástandi með því að gera kennaranemum á meistaraári kjaratengt tilboð um að koma til starfa hjá Mosfellsbæ að námi loknu.

    Tillagan byggir á aðgerðum í menntamálum sem mennta- og menningarmálaráðherra kynnti nýverið og eru tillögurnar byggðar á tillögum sem unnar voru í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Háskólans á Akureyri, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Heimili og skóla og Samtök iðnaðarins.

  • Tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg

    Loftmynd sem sýnir umræddar aðreinar inní hringtorg við Reykjaveg / Þverholt

    Á 473. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar sem jafnframt er umferðarnefnd lagði fulltrúi Vina Mosfellsbæjar, Stefán Ómar Jónsson, fram tillögu um að samhliða tvöföldun vegarins á þessum kafla verði hugað að því að tvöfalda aðreinar inn í hringtorgið við Reykjaveg / Þverholt, annars vegar aðrein frá Reykjavegi og hins vegar aðrein frá Þverholti.

    Fráreinar eru þegar tvöfaldar sem auðveldar akstur úr hringtorginu og inn á Reykjaveg og inn í Þverholt. Á sama hátt þarf að auðvelda og gera akstur öruggari inn í hringtorgið.

    Á annatímum myndast oft miklar raðir á Reykjavegi / Þverholti þar sem gjarnan myndast tvöfaldar raðir á aðreinum sem alls ekki eru hannaðar fyrir tvöfalda umferð. Þetta skapar hættu á umferðarslysum og er hamlandi fyrir flæði umferðarinnar.

    Skipulagsnefnd samþykkti að vísa tillögu Vina Mosfellsbæjar til gerðar deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg. Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að hún samþykki að beina þeirri ósk til Vegagerðarinnar, að samhliða tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Reykjavegar, verði hugað að tvöföldun aðreina inn í hringtorg móts við Reykjaveg og Þverholt. Deiliskipulag af Vesturlandsvegi hefur nú verið uppfært í samræmi við tillöguna og ósk um tvöföldun fráreina hefur verið send Vegagerðinni.