Málefnaskrá

Vina Mosfellsbæjar.

Vandaðir stjórnarhættir.

 

Samskiptasáttmáli.

Við viljum vanda samskipti og orðræðu kjörinna fulltrúa og annarra starfsmanna sveitarfélagsins, því leggjum við til að gerður verði samskiptasáttmáli fyrir alla vinnustaði bæjarins.

Aðkoma íbúa

Við viljum að íbúar fái alvöru aðkomu að málum og hafi tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Íbúalýðræði alla leið!

Fagnefndir

Við leggjum til að fagnefndir séu skipaðar fólki sem hefur reynslu og þekkingu á því viðfangsefni sem um ræðir hverju sinni.

Rafræn stjórnsýsla

Við viljum að öll erindi sem berist til bæjarins séu á rafrænu formi. Sveitarfélagið á að vera í fremstu röð þegar kemur að rafrænni stjórnsýslu.

Fagleg ráðning bæjastjóra

Bæjarstjóri verði ráðinn inn á faglegum forsendum.

Skóla - og æskulýðsmál

 

Faglegur stuðningur við starfsfólk leik og grunnskóla

Við getum fyllt skólana með sérfræðingum sem nýtast ekki sem skyldi. Við verðum að byrja á því að þarfagreina faglega þörf í hverjum skóla.

Hvað segja fagmennirnir okkar?

Þeir þurfa að segja okkur hvaða sérfræðingar þurfa að vera með viðveru í skólum að staðaldri.

Hvaða sérfræðingar geta unnið saman í teymi á Fræðslusviði og farið út í skólana eftir þörfum.

Faglegir leiðtogar

Við viljum að stjórnendur okkar séu faglegir leiðtogar og hafi tíma og svigrúm til að sinna því starfi. Til að mæta því viljum við ráða inn fjármálaráðgjafa fyrir skólastjórnendur.

Skólahúsnæði í Leirvogstunguhverfi

Fara þarf í samtal við íbúa í Leirvogstungu um framtíð skólahúsnæðis í hverfinu.

Upplýsingatækni í skólum

Sveitarfélagið þarf að stíga fram og taka forystu í UT málum með markvissri stefnu sem unnið er eftir. Með það að leiðarljósi þarf að ráða inn deildarstjóri UT tækni sem stýrir verkefninu og leiðir áfram.

Ein forvarnar- og eineltisstefna

Við viljum að sveitarfélagið móti sér sameiginlega forvarnar- og eineltisstefnu fyrir skóla sína.

Skólahúsnæði í Leirvogstunguhverfi

Fara þarf í samtal við íbúa í Leirvogstungu um framtíð skólahúsnæðis í hverfinu.

 

Menningarmál

 

Hlégarðssvæðið

Við viljum að Hlégarðssvæðið verði miðstöð menninga og lista.

Mosfellsbær sem áfangastaður

Við viljum byggja Mosfellsbæ upp sem eftirsóknarverðan áfangastað.

 

Umhverfis- og skipulagsmál

 

Skipulagsmál

Taka þarf næstu skref um stækkun, af skynsemi þar sem bærinn á ekki það land sem byggja þar á. Fara þarf í viðræður við landeigendur með hagsmuni bæjarins að leiðarljósi. Við viljum að íbúar komi að þessu samtali og skoði hvaða kostir eru bestir í stöðunni. Hvort bærinn eigi að byggjast upp sem L eða O laga bær.

Lýðheilsumiðstöð að Varmá

Varmá þarf að endurskipuleggja og fara í nauðsynlega uppbyggingu.

Við viljum byggja upp lýðheilsumiðstöð að Varmá í þágu allra bæjarbúa.

Innviði

Miklir vaxtarverkir hafa verið í innviðum bæjarins. Nú þarf að byggja þá upp og styrkja til framtíðar.

Einföldum innanbæjar samgöngur

Við viljum einfalda samgöngur innanbæjar. Hægt er að láta stærri vagna ganga í Háholt og minni, umhverfisvænni vagnar ganga í hverfin.

Hugsum lengra fram í tímann

Við viljum hugsa til lengri tíma og gera áætlanir 15-20 ár fram í tímann.

Umhverfissjónarmið

Við viljum huga að sjálfbærni, umhverfissjónarmiðum og kolefnisfótspori í rekstri sveitarfélagsins.

 

Félags- og velferðarmál

Atvinnuúrræði fyrir allan aldur

Við viljum að atvinnuúrræði séu fyrir allan aldur og mæti þörfum hvers og eins.

Einfaldara aðgengi

Við viljum einfalda aðgengi að þjónustu – einn viðkomustaður.

Þjónusta fyrir alla

Fjölbreyttari þjónusta sem er löguð að þörfum notenda.

Heildarendurskoðun

Heildarendurskoðun á málefnum aldraðra og fatlaðra.