Helgafellshverfi – nýir áfangar og nýr vegur

4. áfangi

Eins og íbúar í Helgafellshverfi hafa eflaust orðið varir við eru hafnar framkvæmdir við 4. áfanga í Helgafellshverfi og miðar þeim vel í höndunum á traustum byggingaraðila, Byggingarfélaginu Bakka ehf.

5. áfangi

Á síðasta fundi skipulagsnefndar var til umræðu uppbygging á 5. áfanga í Helgafellshverfi og er sá áfangi alfarið á hendi Mosfellsbæjar, bæði að skipuleggja og í framhaldinu að úthluta þeim lóðum sem þar verða til.

Í 5. áfanga er ráðgert að íbúðir verði í fjölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum, einbýlishúsum auk búsetukjarna og verða áformin kynnt íbúum og hagsmunaaðilum svo sem skipulagslög gera ráð fyrir.


Vegtenging austur úr Helgafellshverfi


Á þessum sama fundi skipulagsnefndar varð umræða um vegtenginu austur úr Helgafellshverfi þar sem fulltrúi Vina Mosfellsbæjar lét bóka eftirfarandi. “Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar minnir á að hann hefur í tvígang flutt tillögu um að þegar verði hafinn undirbúningur að gerð vegar austur úr Helgafellslandi og mun fylgja þeim tillöguflutningi eftir”.

Vegur austur úr Helgafellshverfi er á aðalskipulagi Mosfellsbæjar, vegurinn er ráðgerður og nauðsynlegur og hefjast þarf handa við undirbúning lagningu hans svo fljótt sem verða má.


Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar.



Previous
Previous

Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor

Next
Next

Friðun Leiruvogs